„Við vorum að veiðum í rjómablíðu“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði.

Heimasíðan ræddi við Bárð Eyþórsson skipstjóra „Við vorum að veiðum í rjómablíðu á Selvogsbanka.  Það var þokkaleg veiði en vantaði aðeins upppá veiðina í þorski.  Hann er ekki búinn að hrygna og þar af leiðandi ekki byrjaður að ganga út aftur.  Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum“ segir Bárður.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter