„Veiðarnar gengu þokkalega þrátt fyrir norðaustan brælu“

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 60 tonn og uppistaða aflans var meðal annars um 17 tonn af þorski og 16 tonn af ýsu. Heimasíðan hafði samband við Ómar Þorleifsson skipstjóra. „Við vorum fimm sólarhringa á veiðum. Byrjuðum við Flökin út af Breiðafirði, færðum okkur svo norðar á grunnslóð úti […]
„Fiskeríið frekar blettótt“

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 110 tonn, uppistaða aflans var um 82 tonn af þorski og 15 tonn af karfa. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Óðinn Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn. „Við vorum sex daga á veiðum, vorum á Vestfjarðarmiðum og mest á Halanum. Fiskeríið hefur […]