„Veiðarnar gengu þokkalega þrátt fyrir norðaustan brælu“

 Í Fréttir, Sigurborg SH 12

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 60 tonn og uppistaða aflans var meðal annars um 17 tonn af þorski og 16 tonn af ýsu. Heimasíðan hafði samband við Ómar Þorleifsson skipstjóra.

„Við vorum fimm sólarhringa á veiðum. Byrjuðum við Flökin út af Breiðafirði, færðum okkur svo norðar á grunnslóð úti fyrir Vestfjörðum, þegar norðaustan áttin fór að ganga niður. Því næst var haldið norður á Grunnhala í leit að ufsa og endað á Látragrunni í steinbít. Veiðarnar gengu þokkalega þrátt fyrir norðaustan brælu fyrstu tvo sólarhringana og aflinn var ca. 60 tonn,“ sagði Ómar.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter