„Veiðar gengu ágætlega“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 65 tonn og uppistaða aflans voru um 20 tonn af þorski og 13 tonn af ýsu.  Heimasíðan hafði samband við Guðmund Snorrason skipstjóra og spurði út í túrinn.

„Við byrjuðum fyrstu tvo dagana á grunnslóð frá Bjargi til Nesdýpis, fórum svo á Grunnhala og enduðum síðustu tvo dagana norðan við Agötu. Veiðar gengu ágætlega en misjafnt á milli svæða. Það var norðaustan stormur í byrjun túrs en blíða næstu fjóra daga,“ sagði Guðmundur.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey