„Róleg veiði“

 Í Fréttir, Málmey SK 1

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 124 tonn, uppistaða aflans var um 78 tonn af þorski, 16 tonn af karfa og 16 tonn af ufsa. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra og spurði út í túrinn.

„Við vorum fimm sólarhringa á veiðum en við vorum á Halanum og í kantinum vestan við Halann. Það var mjög róleg veiði, lítið um þorsk á Vestfjarða- og norðurmiðum. Veðrið var ágætt mest allan túrinn en bræla á heimleiðinni,“ sagði Þórarinn.

 

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter