Brynleifur segist ætla að sofa út á morgun

 Í Fréttir, Landvinnsla

Vinnufélagarnir Binni og Konni

Í dag lætur af störfum hjá okkur í landvinnslu FISK Seafood einn af viðhaldsmönnunum okkar, hann Brynleifur Siglaugsson, eftir farsælt starf. Brynleifur hóf störf hjá landvinnslunni í maí 2015, þar áður vann hann hjá Vélaverkstæði KS og við fleiri störf.

Brynleifur segist hafa verið lánaður til landvinnslunnar á sínum tíma í eina viku sem varð að átta mánuðum og þá var alveg eins gott að söðla um. Við í landvinnslunni erum ánægð að hafa fengið tækifæri að vinna með honum. Aðspurður hvað hann ætli að gera á morgun sagðist Brynleifur ætla að sofa út.

Við keflinu í viðhaldsdeild fyrirtækisins tekur Stefán Ingi Sigurðsson sem ráðinn var fyrr á þessu ári.

Haldið var kaffisamsæti að þessu tilefni í kaffistofu FISK og þar voru honum færðar þakkir fyrir vel unnin störf.

Viljum við koma á framfæri þökkum frá stjórn og samstarfsfólki FISK fyrir farsæl og góð störf og óskum við honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey