„Fengum góðan dag“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 154 tonn, uppistaða aflans var um 116 tonn af þorski og 20 tonn af ufsa. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Óðinn Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn.

„Við vorum fimm daga á veiðum, á Sléttugrunni og norðan við Kolbeinsey. Veiðarnar hafa gengið misvel á milli daga en við fengum góðan dag norðan við Kolbeinsey af stórum þorsk. Það var bræla í einn dag en annars gott veður,“ sagði Ágúst.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter