Fín ufsaveiði

Farsæll SH30 er á leið til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð er um 79 tonn og uppistaða aflans er um 37 tonn af ufsa og 18 tonn af þorski.  Heimasíðan hafði samband við Guðmund Snorrason skipstjóra og spurði út í túrinn. „Við vorum rúma fjóra sólarhringa á veiðum. Við byrjuðum vestur af Látrabjargi […]

Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 61 tonn og uppistaða aflans var meðal annars um 18 tonn af þorski og 10 tonn af ýsu. Sigurborg var meðal annars á veiðum á Látragrunni og vestan við Bjarg.

„Fengum góðan dag“

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 154 tonn, uppistaða aflans var um 116 tonn af þorski og 20 tonn af ufsa. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Óðinn Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn. „Við vorum fimm daga á veiðum, á Sléttugrunni og norðan við Kolbeinsey. Veiðarnar hafa gengið […]