Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 50 tonn og uppistaða aflans var ýsa og steinbítur. Sigurborg var meðal annars á veiðum á Látragrunni.

„Það var fín þorskveiði“

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 156 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding Hákonarson stýrimann og spurði um túrinn. „Við vorum fimm sólarhringa á veiðum. Við byrjuðum á Strandagrunni og enduðum á Halanum og Þverálshorni. Það var fín þorskveiði en minna […]