„Það var fín þorskveiði“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 156 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding Hákonarson stýrimann og spurði um túrinn.

„Við vorum fimm sólarhringa á veiðum. Við byrjuðum á Strandagrunni og enduðum á Halanum og Þverálshorni. Það var fín þorskveiði en minna var af ufsanum. Veðrið var fínt fyrstu þrjá sólarhringana en síðan var bræla restina af túrnum,“ sagði Andri.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter