Málmey SK1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 145 tonn, uppistaða aflans var þorskur. Málmey var meðal annars á veiðum á Rifsbanka og Sléttugrunni.
„Veiðin var fín í steinbít“

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 70 tonn og uppistaða aflans var skarkoli og steinbítur. Heimasíðan hafði samband við Guðmund Kristján Snorrason skipstjóra og spurði út í túrinn. „Við vorum fimm sólarhringa á veiðum, vorum víða á Grunnslóð Vestfjarða en enduðum suðvestur af Bjargi. Veðrið var sæmilegt allan […]
„Það hafa komið skot í þetta“

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 126 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding Hákonarson stýrimann og spurði um túrinn. „Við vorum rúma fjóra sólarhringa á veiðum og vorum á Rifsbanka, Brettingstöðum og Digranesflaki. Það hefur verið heldur róleg veiði en það […]