„Það var frekar rólegt yfir þessu“

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 71 tonn. Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar Ólason stýrimaður og spurði út í túrinn. „Við fórum á sjó á miðvikudaginn og erum að landa núna þegar sjötti sólarhringur er að byrja. Þennan túr vorum við á Vestfjarðarmiðum í svona blönduðum afla, […]

„Fín veiði fyrir vestan“

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 183 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn. „Fín veiði fyrir vestan og veðrið gott mest allan tímann. Þorskurinn er að koma í Kantinn eftir hrygninguna,“ sagði Ágúst.

Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 71 tonn og uppistaða aflans var skarkoli. Sigurborg var meðal annars á veiðum í Nesdýpi.