„Það var frekar rólegt yfir þessu“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 71 tonn. Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar Ólason stýrimaður og spurði út í túrinn.

„Við fórum á sjó á miðvikudaginn og erum að landa núna þegar sjötti sólarhringur er að byrja. Þennan túr vorum við á Vestfjarðarmiðum í svona blönduðum afla, kola, þorsk og ýsu. Það var frekar rólegt yfir þessu svona í restina. Það var bara fínasta veður norðaustan 5-13 m/s,“ sagði Stefán Viðar.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter