„Ýsan og þorskurinn eru alls staðar fyrir okkur“

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 73 tonn. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn Jónsson stýrimann og spurði um veiðiferðina. „Veiðiferðin var um sex sólahringar og á veiðum í fimm og hálfan sólarhring. Við vorum á veiðum á Vestfjarðarmiðum og Breiðafirði. Veiðarnar gengu ágætlega fyrir sig, þó að sóknartegundirnar sem við […]

Farsæll SH30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var 53 tonn, þar af 19 tonn af þorksi og 12 tonn af ýsu. Farsæll var meðal annars á veiðum á Nesdýpi.

Drangey SK2 landar á Sauðárkróki

Drangey

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 172 tonn og uppistaða aflans voru um 99 tonn af þorski. Drangey var meðal annars á veiðum á Kantinum vestan við Halann.