„Ýsan og þorskurinn eru alls staðar fyrir okkur“

 Í Fréttir, Sigurborg SH 12

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 73 tonn. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn Jónsson stýrimann og spurði um veiðiferðina.

„Veiðiferðin var um sex sólahringar og á veiðum í fimm og hálfan sólarhring. Við vorum á veiðum á Vestfjarðarmiðum og Breiðafirði. Veiðarnar gengu ágætlega fyrir sig, þó að sóknartegundirnar sem við viljum fá mættu fara láta sjá sig í meira mæli. Ýsan og þorskurinn eru alls staðar fyrir okkur. En veðrið var bara týpískt haustveður, norðaustan 15 m/s þegar farið var út og svo kom suðvestan 20-24 m/s í rúman hálfan sólarhring. Svo endar með norðaustan stormi,“ sagði Guðbjörn.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey