Mjög fín veiði

Drangey SK2 er á leið til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð er 138 tonn, uppistaða aflans er þorskur. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn. „Veiðiferðin tók rúma þrjá sólarhringa og við vorum allan tímann á Halanum. Mjög fín veiði en norðaustan kaldafíla allan túrinn,“ sagði Ágúst.
Farsæll SH30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var 38 tonn, þar af um 17 tonn af þorski og 12 tonn af skarkola. Farsæll var meðal annars á veiðum á Flákanum.
Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 61 tonn, uppistaða aflans var þorskur og skarkoli. Sigurborg var m.a á veiðum á Flákunum.