Drangey SK2 landar á Sauðárkróki

Drangey

Drangey SK-2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn var blandaður, um 121 tonn þar af um 68 tonn af þorski. Drangey var meðal annars á veiðum á Straumnesbanka og Halanum.

Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 57 tonn og var aflinn blandaður, þ.á.m. 23 tonn af ýsu og 16 tonn af þorski. Sigurborg var m.a á veiðum vestan Garðskaga og Látragrunni.

Arnar HU1 landaði á Sauðárkróki

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til  hafnar á Sauðárkróki. Aflinn um borð samsvaraði um 518 tonnum upp úr sjó, þar af um 223 tonnum af ýsu og 111 tonnum af ufsa. Aflaverðmæti var um 270 milljónir og landað var um 15.000 kössum.