Sigurborg SH12 landaði í Grundarfirði.

Sigurborg SH12 landaði í Grundarfirði mánudaginn 21. nóvember s.l. Heildarmagn afla um borð var 52 tonn, uppistaða aflans var þorskur, ýsa og skarkoli. Sigurborg var m.a. á veiðum á Nesdýpi.
Arnar HU1 landaði á Sauðárkróki

Frystitogarinn Arnar HU1 landaði á Sauðárkróki laugardaginn 19 nóvember s.l. Aflinn um borð samsvarar um 529 tonnum úr sjó, uppistaða aflans var um 227 tonn af ýsu, 124 tonn af ufsa og 92 tonn af þorski. Aflaverðmæti er um 250 milljónir.
Drangey SK2 landaði á Sauðárkróki

Drangey SK2 landaði á Sauðárkróki mánudaginn 21 nóvember s.l. Heildarmagn afla um borð var 156 tonn, uppistaða aflans var þorskur. Drangey var m.a. á veiðum á kantinum vestan við Halann og Þverálshorni.
Málmey SK1 landar í dag.

Málmey SK1 landar á Sauðárkróki í dag. Heildarmagn afla um borð er 145 tonn, uppistaða aflans er þorskur, ýsa og ufsi. Málmey var m.a. á veiðum á Þverálhorni.