Drangey SK2 landar á Sauðárkróki.

Drangey SK2 landar á Sauðárkróki í dag. Heildarmagn afla um borð er um 158 tonn, uppistaða aflans er þorskur og ýsa. Drangey var m.a. á veiðum á Rifsbanka og Grímseyjarsvæðinu.  

Farsæll SH30 landar í Grundarfirði.

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði í morgun. Heildarmagn afla um borð er um 52 tonn, uppistaða aflans er þorskur og ýsa. Farsæll var m.a. á veiðum á Drttvík og Nesdýpi.  

Veðrið hefur verið á alla vegu.

Frystitogarinn Arnar HU1 hélt í fyrstu veiðiferð ársins þann 2. janúar s.l og kom til hafnar á Sauðárkróki í gær 1. febrúar. Heimasíðan hafði samband við skipstjóra Arnars. “Veiðar og vinnsla hafa heilt yfir gengið ágætlega, þó hefur reynst erfitt að finna ufsann. Veiðiferðin gaf okkur um 15 þúsund kassa eða um 496 tonn upp […]

Málmey SK1 landar á Sauðárkróki

Málmey

Málmey SK1 landar á Sauðárkróki í dag. Heildarmagn afla um borð er um 122 tonn, uppistaða aflans er þorskur og ufsi. Málmey var m.a. á veiðum á Rifsbanka og Sléttugrunni.