Veðrið hefur verið á alla vegu.

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU1 hélt í fyrstu veiðiferð ársins þann 2. janúar s.l
og kom til hafnar á Sauðárkróki í gær 1. febrúar.
Heimasíðan hafði samband við skipstjóra Arnars.

„Veiðar og vinnsla hafa heilt yfir gengið ágætlega,
þó hefur reynst erfitt að finna ufsann.

Veiðiferðin gaf okkur um 15 þúsund kassa eða um 496 tonn upp úr sjó,
uppistaða aflans er 217 tonn af ýsu, 96 tonn af þorski og 89 tonn af gullkarfa.
Minna í öðrum tegundum.
Aflaverðmætin eru um 230 milljónir.
Við höfum verið víða á veiðum og fórum t.d. hringinn í kringum landið,
en vorum mest á Vestfjarðarmiðum. Veðrið hefur verið á alla vegu,
enda janúar og margar lægðir verið“

 

 

 

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey