Ágúst Marinósson hefur lagt stígvélin á hilluna

 In Fréttir, Landvinnsla

Ágúst Marinósson starfsmaður landvinnslu FISK Seafood hefur lagt stígvélin á hilluna eftir 25 ára farsælt starf hjá fyrirtækinu.

Gústi var starfsmaður landvinnslunnar síðustu 9 ár og var áður skipverji á Málmey SK1 í 16 ár og þar áður starfaði hann hjá öðrum útgerðum og hefur því unnið við sjávarútveg stóran hluta starfsævinnar eða í um 40 ár auk þess sem hann vann við lögreglustörf o.fl.

Haldið var kaffisamsæti að þessu tilefni í kaffistofu landvinnslu og þar voru Gústa færðar þakkir fyrir vel unnin störf og óska samstarfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins honum alls hins besta.

Start typing and press Enter to search

MálmeyÁgúst Ómarsson, skipstjóri á Drangey SK2