Hafdís SK 4 í nóvember

Hafdís SK 4 fór 14 veiðiferðir í nóvember, allar ferðirnar voru dagsferðir. Heildarmagn af slægðum afla var um 113 tonn, þar af um 62 tonn af ýsu, 51 tonn af þorski og 15 tonn af skarkola en minna í öðrum tegundum. Hafdís landaði einu sinni á Skagaströnd á tímabilinu en annars landaði hún á Sauðárkróki.
Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar að Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla voru um 137 tonn, að mestu leyti þorskur og Málmey var næstum eingöngu á veiðum við Ostahrygg. Þórarinn Hlöðversson, skipstjóri, sagði að veiðin hafi gengið rólega fyrstu tvo dagana en eftir það hafi verið þokkaleg veiði í góðu fiski. Til að byrja með […]
Farsæll SH 30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH 30 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun. Heildarmagn afla voru um 60 tonn þar af 23 tonn af ýsu og 17 tonn af þorski, minna í öðrum tegundum. Farsæll var meðal annars á veiðum á suð-vestur Bjargi, vestan við Spilli og á Steinbítshrygg. “Við fórum víða í þessum túr, alveg frá Breiðafirði […]
Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH 12 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun. Heildarmagn afla var um 71 tonn, þar af 27 tonn af ýsu og 20 tonn af þorski, einnig voru um 9 tonn af karfa en minna í öðrum tegundum. Sigurborg var lengst af á veiðum vestan við Nes en kastaði einnig á fleiri stöðum eins […]
Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar við Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla var um 115 tonn, aðallega þorskur. “Við byrjuðum túrinn norðan við Kolbeinsey þar sem var rólegheitakropp í þorski, síðan færðum við okkur á Ostahrygg þar sem veiðin var svipuð. Við enduðum svo túrinn á Strandagrunni í þokkalegri þorskveiði.” Sagði Ágúst Ómarsson, skipstjóri. Hann […]
Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla voru um 141 tonn, mest af þorski eða um 126 tonn, aðeins 3,5 tonn af ýsu og mun minna í öðrum tegundum. Málmey var á veiðum við Ostahrygg og norður af Kolbeinsey í fínu veðri og veiðin var jöfn og góð og ágætis […]
Farsæll SH 30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH 30 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun. Heildarmagn afla voru um 62 tonn, þar af um 27 tonn af ýsu, um 15 tonn af þorski og um 8 tonn af karfa. Farsæll var aðallega á veiðum á Grunnkanti og Hornbanka en kastaði þó á fleiri stöðum, eins og sjá má á myndbandinu […]
Heimsókn frá Rótarýklúbbi Sauðárkróks

Fimmtudaginn 20. nóvember fékk FISK Seafood góða heimsókn frá meðlimum í Rótarýklúbbi Sauðárkróks. Gestirnir töldu um 20 manns og fengu þeir kynningu á starfsemi fyrirtækisins og framtíðarsýn frá framkvæmdastjóranum Friðbirni Ásbjörnssyni og Kristni Kristóferssyni, fjármálastjóra. Þá fengu gestirnir að gæða sér á veitingum sem Ólöf Ásta Jónsdóttir, matráður, töfraði fram eins og henni einni er […]
Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH 12 kom til hafnar í Grundarfirði í morgun. Heildarþyngd afla voru um 72 tonn, þar af um 28 tonn af ýsu og um 20 tonn af þorski, minna í öðrum tegundum. Sigurborg var meðal annars á veiðum við Grunnkant og Hornbanka. “Það var víða farið um grunnslóðir Vestfjarða og frekar döpur veiði, enduðum […]
Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun heildarmagn afla voru tæp 150 tonn, þar af tæp 130 tonn af þorski og tæp 8 tonn af ýsu, minna í öðrum tegundum. Drangey var meðal annars á veiðum við Ostahrygg og norður af Kolbeinsey. “Túrinn byrjaði á sköfu á skagagrunni, lítið að frétta, vorum […]