Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar við Sauðárkrókshöfn í morgun, heildarmagn afla var um 138 tonn, þar af um 93 tonn af þorski og um 28 tonn af karfa, minna í öðrum tegundum. “Við byrjuðum túrinn í vesturhorni Víkuráls þar sem var ágætis veiði til að byrja með, en svo seig þorskurinn niður á verri […]

Umræðan og samstarfið

Ég hef í þessum áramótapistlum mínum síðustu árin reynt að varðveita hátíðarskapið og meta stöðuna og framtíðarhorfur hverju sinni af yfirvegun gagnvart því sem hvorki við í FISK Seafood né þjóðin öll höfum nokkra stjórn á. Á meðal þess er margt sem skiptir afkomu hvers árs miklu máli; veðurfar og gæftir, verð á erlendum mörkuðum, […]

Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun með um 116 tonn af fiski. Þar af voru um 82 tonn af þorski og um 21 tonn af ýsu, en minna í öðrum tegundum. Málmey hóf túrinn í Kantinum vestan við Hala og svo í Heiðardalnum sem er kallaður þessu nafni vegna þess hve […]

Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar við Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla í fyrsta túr ársins voru tæp 97 tonn, þar af um 61 tonn af þorski og um 24 tonn af ýsu, en minna í öðrum tegundum. “Túrinn byrjaði frekar rólega, við tókum eitt hal á Sporðagrunni og héldum svo vestur í Þverál og […]

Farsæll SH 30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH 30 kom til hafnar í Grundarfirði þann 30. desember til löndunar með rúm 37 tonn af afla sem samanstóð af um 18 tonnum af þorski, um 6 tonnum af ýsu, um 5 tonnum af skarkola og minna í öðrum tegundum. Farsæll var meðal annars á veiðum við Fláka og Herðatré.

Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar við Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla voru um 41 tonn og þar af voru rúm 36 tonn af þorski. Drangey var á veiðum við Þverál og Sporðagrunn. Drangey var einungis á veiðum um einn og hálfan sólarhring vegna bilunar sem olli því að skipinu var siglt aftur í land […]

Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH 12 kom til hafnar í Grundarfirði í morgun til löndunar. Heildarmagn afla var um 49 tonn og var þar mest um ýsu, eða um 18 tonn, svo voru 15,5 tonn af þorski og minna í öðrum tegundum. Sigurborg var á veiðum í þrjá daga, meðal annars við Spilli og Nesdýpi.

Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar við Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla voru tæp 93 tonn, þar af rúm 67 tonn af þorski og rúm 8 tonn af ufsa, minna í öðrum tegundum. “Þessi túr gekk bara ótrúlega vel. Það var ágætis veður, smá kaldi annað slagið. Þetta var stuttur túr og það var eiginlega […]

Arnar HU 1 kominn í jólafrí

Arnar HU 1 kom til löndunar við Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla var um 417 tonn af fiski úr sjó, þar af um 150 tonn af þorski, um 142 tonn af gullkarfa, um 80 tonn af ýsu og minna í öðrum tegundum. Kassafjöldi var 13967 og heildarverðmæti afla voru 263,5 milljónir króna. Kristján Birkisson, undirstýrimaður, […]

Farsæll SH 30 kominn í jólafrí

Farsæll SH 30 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun, með rúmlega 57 tonn af fiski. Þar af voru rúm 20 tonn af þorski, rúm 13 tonn af ýsu og rúm 5 tonn af karfa, minna í öðrum tegundum. Farsæll var meðal annars á veiðum vestan við Malarrif og á Herðatré. “Túrinn gekk svona upp […]