Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkróki í morgun, heildarmagn afla voru um 126 tonn, að langmestu leiti þorskur, en í meðafla var bæði grálúða og tindabykkja. Málmey var á veiðum á Ostahrygg allan þennan túr. Þórarinn Hlöðversson skipstjóri sagði veiðina hafa verið rólega, ágætis nudd bara, enn það hafi verið leiðindaveður allan túrinn.
Hafdís SK 4 í október

Hafdís SK 4 fór 17 veiðiferðir í október og landaði í Hafnarfirði, Ólafsvík, á Skagaströnd og á Sauðárkróki. Veiðiferðir hjá Hafdísi eru að jafnaði 1-2 sólarhringar. Heildarmagn af slægðum afla var um 150 tonn. Þar af voru um 32 tonn af þorski, um 56 tonn af ýsu og um 33 af skarkola. “Það gerði Suð-vestan […]
Farsæll SH 30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH 30 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun, heildarmagn afla voru rúm 50 tonn, aðallega ýsa og þorskur. Farsæll hóf veiðar við Herðatré í Norð-austan golu en færði sig svo að Nesdýpi. Farsæll eyddi siðan mestum hluta túrsins vestan við Garðsskaga.
Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH kom til löndunar í Grundarfirði í morgun. Heildarmagn afla voru tæp 73 tonn, þar af 25 tonn af ýsu, 19 tonn af þorski og 10 tonn af karfa. Aðrar tegundir í minna mæli. Sigurborg var meðal annars á veiðum á Grunnkanti, Herðatré og Vestan við Garðsskaga.
Tryggvi Eðvarðs SH 2 í október

Krókabáturinn Tryggvi Eðvarðs fór 22 veiðiferðir í október og landaði ýmist á Sauðárkróki eða Skagaströnd, heildarmagn afla í þessum mánuði voru um 198 tonn, slægt magn. Þar af voru um 98 tonn af þorski og 91 tonn af ýsu. Aðrar tegundir í minna mæli. “Veiðin í október var bara allt í lagi, um það bil […]
Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun, heildarmagn afla voru um það bil 133 tonn, þar af 115 tonn af þorski, aðrar tegundir í mun minna magni. Drangey var aðallega á veiðum á Barðinu og Ostahrygg. Halldór Þorsteinn Gestsson, skipstjóri, segir þá hafa byrjað í ágætis veiði á Halanum en svo hafi […]
Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla voru um 127 tonn, þar af 105 tonn af þorski og 10 tonn af ýsu, aðrar tegundir í minna mæli. Að sögn Þórarins Hlöðverssonar, Skipstjóra, hóf Málmey veiðar á Rifsbanka og Brettingsstöðum, þar sem var frekar lítil veiði og kaldi, en færðu sig […]
Farsæll SH 30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH 30 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun. Heildarmagn afla voru um 59 tonn, þar af um 28 tonn af ýsu, 11 tonn af þorski og 9 tonn af karfa auk annarra tegunda í minna mæli. Farsæll var aðallega á veiðum vestan við Garðsskaga. “Það var leiðindaveður allan túrinn en veiðin gekk þokkalega, […]
Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH 12 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun. Heildarmagn afla voru 67 tonn, þar af um helmingur ýsa en einnig þorskur og karfi auk fleiri tegunda í minna magni. Sigurborg var á veiðum vestan við Garðsskaga. Sigurlinni Gísli Garðarsson, yfirstýrimaður segir veðrið hafa verið misjafnt þennan túrinn, bæði gott og slæmt, og að […]
Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn á sunnudagskvöld. Heildarmagn afla var um 114 tonn, að mestu þorskur en einnig um 12 tonn af ýsu. Ágúst Óðinn Ómarsson, skipstjóri, segir þá hafa hafið veiðar á Brettingsstöðum (Langanesgrunni) þar sem var ágætis nudd af fínum þorski. “Síðan versnaði veðrið og við færðum okkur á Digranesflak. […]