„Veiðarnar gengu vel“

Málmey

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð er um 159 tonn og uppistaða aflans er þorskur og ufsi. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðverssons skipstjóra og spurði út í túrinn. „Við vorum fimm sólarhringa á veiðum og vorum á Þverálshorni, Sneiðinni og Strandagrunni. Veiðarnar gengu vel og það var blíða allan […]

Farsæll SH30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 66 tonn, þar af um 19 tonn af karfa og 14 tonn af þorski. Farsæll var meðal annars á veiðum á Agötu.

Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 79 tonn og var aflinn blandaður, þ.á.m. 22 tonn karfa og 18 tonn af ýsu Sigurborg var m.a á veiðum á Látragrunni.

Drangey SK2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK-2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn var blandaður, um 148 tonn þar af um 117 tonn af þorski. Drangey var meðal annars á veiðum á Sporðagrunni og Þverálshorni.

„Gott veður“

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð er um 150 tonn og uppistaða aflans er þorskur og ufsi. Heimasíðan hafði samband við Hermann Einarsson skipstjóra og spurði út í túrinn. „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum, þrjá á Þverálshorni í þorsk og ufsa. Síðasta sólarhringinn norður af Horni í ýsu. Það […]

Arnar HU1 landar á Sauðárkróki

Arnar HU-1 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar eftir millilöndun í Reykjavík. Heildarmagn afla upp úr sjó er 374 tonn. Þar af eru 154 tonn af djúpkarfa, tæp 115 tonn af gulllaxi og minna er af öðrum tegundum. Áætlað aflaverðmæti er um 140 mkr. í seinni hluta túrsins og kassafjöldi um 13.000. Haft var […]

Sjálfbærniskýrsla 2021

Sjálfbærniskýrsla FISK Seafood fyrir starfsárið 2021 hefur verið birt á heimasíðu félagsins. Takk kærlega allir sem lögðu hönd plóg við útgáfuna. Síðustu tvö ár hafa verið lærdómsrík fyrir okkur hjá FISK Seafood, en þessi vinna er upphaf nýrrar vegferðar í sjálfbærnimálum hjá félaginu. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://sjalfbaerniskyrsla2021.fisk.is/

Arnar HU1 millilandar í Reykjavík

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar í Reykjavík til millilöndunar. Heildarmagn afla um borð var 338 tonn af fiski upp úr sjó, af því voru um 192 tonn af djúpkarfa. Minna í öðrum tegundum.  Heildarverðmæti afla er um 120 milljónir króna og fjöldi kassa um 12.500.

„Eins og frystigeta skipsins leyfði“

Frystitogarinn Arnar HU1 er á leið til  hafnar á Sauðárkróki en millilandað var í Reykjavík. Aflaverðmæti um borð um 133 milljónir en heildar aflaverðmæti túrsins er um 230 milljónir. Heimasíðan hafði samband við Bárð Eyþórsson skipstjóra og spurði um túrinn. „Veiðiferðin hófst 14. júní og var haldið í Skerjadýpið þar sem verkefnið í þessum túr […]

Arnar HU1 landar í Reykjavík

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar í Reykjavík á mánudaginn til millilöndunar. Heildarmagn afla um borð var 453 tonn af fiski upp úr sjó, af því voru um 236 tonn af djúpkarfa og 207 tonn af gulllaxi. Minna í öðrum tegundum.  Heildarverðmæti afla er um 95 milljónir króna og fjöldi kassa um 17.000.