Marian Zbigniew Jamroz leggur stígvélin á hilluna

 Í Fréttir, Landvinnsla

Marian Zbigniew Jamroz starfsmaður í þurrkhúsi hefur lagt stígvélin á hilluna.

Marian lýkur störfum í þurrkhúsi FISK Seafood þann 30. júní n.k. Hann hóf störf hjá FISK Seafood 2016 en áður hafði hann unnið hjá Kjötafurðastöð KS í sláturtíð 11 tímabil eða frá 2006, einnig vann hann 1 ár hjá MS í Búðardal 2007-2008.

Nú þegar komið er að starfslokum stefnir Marian aftur á heimaslóðir í Póllandi í faðm fjölskyldu sinnar þar.

Haldið var kaffisamsæti að þessu tilefni í kaffistofu landvinnslu og þar voru Marian færðar þakkir fyrir vel unnin störf og óska samstarfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins honum alls hins besta.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter