Góð veiði hjá Sigurborg SH 12

Sigurborg SH 12 kom til hafnar á Sauðárkróki með 41 tonn. Þar af voru um 38 tonn af Þorski og hálft tonn af Karfa. Minna í öðrum tegundum. Aflinn veiddist m.a í Sléttugrunni. Í ágústmánuði hefur Sigurborg SH 12 landað alls fimm sinnum, þar af fjórum sinnum á Sauðárkróki og einu sinni á Grundarfirði, samtals […]

Arnar HU 1 millilandar á Sauðárkróki

Frystitogarinn Arnar HU 1 kom til hafnar á Sauðárkróki til millilöndunar. Aflinn í Arnari samsvarar til 668 tonn af fiski upp úr sjó og verðmæti hans er 213 milljónir. Uppistaða aflans er 300 tonn af Gullkarfa, 146 tonn af Ufsa, 121 tonn af Þorski og 87 tonn af Ýsu. Heimasíðan sló á þráðinn til Sæmundar Þórs […]