Góð veiði hjá Sigurborg SH 12

 Í Fréttir, Sigurborg SH 12

Sigurborg SH 12 kom til hafnar á Sauðárkróki með 41 tonn. Þar af voru um 38 tonn af Þorski og hálft tonn af Karfa. Minna í öðrum tegundum. Aflinn veiddist m.a í Sléttugrunni.
Í ágústmánuði hefur Sigurborg SH 12 landað alls fimm sinnum, þar af fjórum sinnum á Sauðárkróki og einu sinni á Grundarfirði, samtals tæplega 252 tonnum.

Áætlað er að Sigurborg haldi aftur til veiða eftir helgina.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter