“Þorskurinn er farinn að ganga út á togslóð eftir hrygningu”

Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 213 tonn.  Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra „Við vorum rúmlega fimm sólarhringa á veiðum, á Selvogsbanka og Eldeyjarbanka.  Við fengum góðan dag á Selvogsbanka í upphafi en siðan varð róleg veiði, þá kipptum við vestur á Eldeyjarbanka þar var vaxandi […]

“Veður var með besta móti alla veiðiferðina”

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði í gær.  Heildarmagn afla um borð var um 65 tonn.  Heimasíðan hafði samband við Ómar Þorleifsson skipstjóra „Við fórum víða, Vestfjarðarmið, vestur af Garðskaga, útaf Snæfellsnesi og enduðum út af Breiðafirði.  Vorum fjóra sólarhringa að veiðum og veður var með besta móti alla veiðiferðina“ segir Ómar.