„Veður var með besta móti alla veiðiferðina“

 Í Fréttir, Sigurborg SH 12

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði í gær.  Heildarmagn afla um borð var um 65 tonn.  Heimasíðan hafði samband við Ómar Þorleifsson skipstjóra „Við fórum víða, Vestfjarðarmið, vestur af Garðskaga, útaf Snæfellsnesi og enduðum út af Breiðafirði.  Vorum fjóra sólarhringa að veiðum og veður var með besta móti alla veiðiferðina“ segir Ómar.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter