Arnar HU1 landar á Sauðárkróki.

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU1 landar á Sauðárkróki.  Aflinn í Arnari samsvarar til 824 tonnum af fiski upp úr sjó eða 21.616 kassar og eru aflaverðmætin 215 milljónir.  Heimasíðan ræddi við Guðmund Henrý skipstjóra „Við fórum af stað að morgni 10. apríl eftir að niðurstöður fengust frá Decode vegna Covid-19 sýna áhafnar.  Við byrjuðum á Vestfjarðarmiðum en höfum mest verið á SV – miðum.  Það var mjög rólegt fyrstu tvær vikurnar en svo var aðeins í lokin.  Það er búið að vera fínasta veður mestan hluta veiðiferðarinnar“ segir Guðmundur.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter