„Þorskurinn er farinn að ganga út á togslóð eftir hrygningu“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey á Eldeyjarbanka. Mynd: Oddur Jóhann Brynjólfsson.

Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 213 tonn.  Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra „Við vorum rúmlega fimm sólarhringa á veiðum, á Selvogsbanka og Eldeyjarbanka.  Við fengum góðan dag á Selvogsbanka í upphafi en siðan varð róleg veiði, þá kipptum við vestur á Eldeyjarbanka þar var vaxandi veiði.  Fyrst var aflinn aðeins blandaður en síðan var nánast hreinn þorskur sem fékkst.  Þorskurinn er farinn að ganga út á togslóð eftir hrygningu.  Veður hefur verið gott“ segir Ágúst.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter