Farsæll landar í Grundarfirði

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 71 tonn, uppistaða aflans var ufsi og skarkoli en smávegis var af þorski, ýsu og karfa.  Farsæll var meðal annars á veiðum í Nesdýpi.

“Það var góð veiði allan tímann”

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki.  Heildarmagn afla um borð er um 197 tonn. Heimasíðan hafði samband við Hermann Einarsson skipstjóra „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum.  Veiðiferðin byrjaði djúpt suðvestur af Reykjanesi, fórum svo á Eldeyjarbanka og Flugbrautina, og enduðum á Vestfjarðarmiðum.  Það var góð veiði allan tímann, og veðrið var gott fyrir […]

“Veðrið var með besta móti”

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Rætt var við Guðbjörn stýrimann“ Veiðiferðin var tæpa sex sólarhringa höfn í höfn. Við vorum hins vegar á veiðum í tæpa fjóra sólarhringa.  Það var farið um nokkur veiðisvæði í þessari veiðiferð, byrjað við Snæfellsnesið og tekin 2 stutt höl og svo var haldið suður við Garðskaga, á […]

“Við hittum á mikið af þorski”

Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 116 tonn, uppistaða aflans var þorskur.  Rætt var við Ágúst Ómarsson skipstjóra „Við vorum tæpa tvo sólarhringa á veiðum á Flugbrautinni sem er veiðislóð fyrir utan Snæfellsnes.  Við hittum á mikið af þorski sem er á útleið þarna.  Bongó blíða allan túrinn, […]