„Það var góð veiði allan tímann“

 Í Fréttir, Málmey SK 1

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki.  Heildarmagn afla um borð er um 197 tonn.
Heimasíðan hafði samband við Hermann Einarsson skipstjóra „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum.  Veiðiferðin byrjaði djúpt suðvestur af Reykjanesi, fórum svo á Eldeyjarbanka og Flugbrautina, og enduðum á Vestfjarðarmiðum.  Það var góð veiði allan tímann, og veðrið var gott fyrir utan síðasta daginn þá var kaldafýla 15-18 m/s“ segir Hermann.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter