„Veðrið var með besta móti“

 Í Fréttir, Sigurborg SH 12

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði.

Rætt var við Guðbjörn stýrimann“ Veiðiferðin var tæpa sex sólarhringa höfn í höfn. Við vorum hins vegar á veiðum í tæpa fjóra sólarhringa.  Það var farið um nokkur veiðisvæði í þessari veiðiferð, byrjað við Snæfellsnesið og tekin 2 stutt höl og svo var haldið suður við Garðskaga, á þessum veiðisvæðum var mikið af þorski.  Því næst var haldið út á Reykjaneshrygg og reynt við djúpkarfa og tekin 4 höl þar með ágætis árangri við bestu aðstæður, lítill straumur og hægviðri og aflinn í þeim um 90 kör af karfa.  Því næst var haldið í Breiðafjörðinn og túrinn kláraður á því svæði í blönduðum afla.  Veðrið var með besta móti fyrir utan heimstímið þá var komið NA 15-20“ segir Guðbjörn.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter