„Við létum nú ekki leiðindaveður stoppa okkur“

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 65 tonn og uppistaða aflans var þorskur, steinbítur og ýsa. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn G. Jónsson stýrimann og spurði um veiðiferðina. „Veiðiferðin var sex dagar og tæpir fimm dagar að veiðum. Við létum nú ekki leiðindaveður stoppa okkur frá veiðum nema í nokkra […]

„Það hefur verið líflegt á miðunum“

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 152 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn. „Við vorum fimm daga á veiðum og höfum verið frá Reykjafjarðarál vestur á Hala. Veiðin var döpur framan af en þegar Bjössi og hans […]