„Það hefur verið líflegt á miðunum“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 152 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn.

„Við vorum fimm daga á veiðum og höfum verið frá Reykjafjarðarál vestur á Hala. Veiðin var döpur framan af en þegar Bjössi og hans menn á Málmey komu út, þá birtist fiskur víða. Við fengum á okkur skíta suðvestanbrælu um miðja vikuna. Það hefur verið líflegt á miðunum síðan,“ sagði Ágúst.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey