„Við létum nú ekki leiðindaveður stoppa okkur“

 Í Fréttir, Sigurborg SH 12

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 65 tonn og uppistaða aflans var þorskur, steinbítur og ýsa. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn G. Jónsson stýrimann og spurði um veiðiferðina.

„Veiðiferðin var sex dagar og tæpir fimm dagar að veiðum. Við létum nú ekki leiðindaveður stoppa okkur frá veiðum nema í nokkra klukkutíma meðan skipt var um eitt undirbyrði og smávægilegar lagfæringar. Það var leiðindaveður stærsta hluta af túrnum nema kannski fyrsta og seinasta veiðidaginn, það var suðvestan 20-30m/s þegar mest var með smá öldu. Það fiskaðist samt ágætlega þennan túrinn og aflinn um 65 tonn og var farið vítt um Vestfjarðarmið, m.a. Látragrunn, Nesdýpi og Grunnhala. Uppistaðan í aflanum var steinbítur, þorskur, ýsa og karfi,“ sagði Guðbjörn.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter