„Fórum um víðan völl“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 60 tonn og uppistaða aflans voru þorskur og steinbítur. Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar Ólason stýrimann og spurði út í túrinn.

„Þessi veiðiferð var um sex sólarhringar á sjó og fimm á veiðum. Við fórum um víðan völl um Vestfjarðamið, allt frá Grunnslóð og út í Kant. Veiðarnar gengu bara með þokkalegasta móti. Þegar veðrið fór að versna fórum við og eyddum einu kvöldi inn á Önundarfirði og leyfðum suðvestan storminum að ganga niður áður en við keyrðum út aftur. Annars einkenndi stíf suðvestan átt allan þennan túr,“ sagði Stefán.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter