„Veðrið var þokkalegt“

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn um borð samsvarar 598 tonnum upp úr sjó, þar af 219 tonnum af gullkarfa og 156 tonnum af ufsa. Aflaverðmæti er rúmar 180 milljónir. Heimasíðan hafði samband við Guðmund Henry Stefánsson skipstjóra og spurði hann út í túrinn.

„Við fórum út á hádegi 7. nóvember og höfum verið á veiðum frá Reykjafjarðarál, vestur og suður að Víkurál. Veiðarnar hafa gengið misjafnlega en landað verður 18.500 kössum. Veðrið hefur verið þokkaleg,“ sagði Guðmundur Henry.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter