Málmey SK1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 132 tonn, uppistaða aflans var karfi og ufsi. Málmey var meðal annars á veiðum á Halanum.

Farsæll SH30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 76 tonn og uppistaða aflans var skarkoli. Farsæll var meðal annars á veiðum á Nesdýpi.

„Það var ekki um auðugan garð að gresja“

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 120 tonn og uppistaða aflans var þorskur og ufsi. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding Hákonarson stýrimann og spurði um túrinn. „Við vorum rúma fimm sólarhringa á veiðum og vorum á Tungunni, Þverál, Þverálshorni og Halanum. Það var ekki um auðugan […]

„Veðrið hefur verið gott“

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn um borð samsvarar um 743 tonnum upp úr sjó, þar af um 241 tonnum af gullkarfa og 154 tonnum af ufsa. Aflaverðmæti er um 200 milljónir. Heimasíðan hafði samband við Guðjón Guðjónsson skipstjóra og spurði hann um túrinn. „Við fórum 11. apríl og vorum 24 daga. […]

„Veiðin var fín fyrir austan“

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 110 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding Hákonarson stýrimann og spurði um túrinn. „Við vorum rúma þrjá sólarhringa á veiðum. Við byrjuðum úti fyrir Norðurlandi en þar var lítið að hafa og enduðum í Hvalbakshallinu. […]

„Það var rjómablíða allan þennan túr“

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 73 tonn. Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar Ólason stýrimaður og spurði út í túrinn. „Þessi veiðiferð var um sex dagar, þar af vorum við fimm sólarhringa á veiðum. Við vorum allan túrinn á Grunnslóðinni út af Vestfjörðum í allt í lagi […]

„Jöfn veiði allan túrinn“

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 70 tonn. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn Jónsson stýrimann og spurði um veiðiferðina. „Veiðiferðin var um sex sólahringar og rúma fimm á veiðum. Við vorum á veiðum í Breiðafirði og á Vestfjarðamiðum. Uppistaðan hjá okkur var Skarkoli og var tiltölulega jöfn veiði allan túrinn. […]

„Hörku góð veiði í þorskinum“

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 102 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra og spurði út í túrinn. „Við vorum tæpa tvo sólarhringa á veiðum og vorum á Kögurgrunni. Það var hörku góð veiði í þorskinum og nánast blíða allan tímann,“ […]