Veðrið hefur leikið við okkur.
Drangey SK 2 kom til hafnar á Sauðárkróki í gærkvöldi með 224 tonn, þar af voru um 204 tonn af Þorski, 3 tonn af Grálúðu og 1 tonn af Ufsa. Minna í öðrum tegundum.
Ágúst Ómarsson skipstjóri á Drangey segir veiðiferðina hafa gengið vel, góð veiði var á Kolbeinseyjarsvæðinu og á Ostahryggnum.
Veðrið hefur leikið við okkur logn og sléttur sjór, vinnslan hefur gengið nær snuðrulaust fyrir sig og allir kátir segir Ágúst.
Áætlað er að Drangey haldi aftur til veiða að löndun lokinni.