Stjórn og ársreikningar

Í stjórn sitja Þórólfur Gíslason (formaður), Bjarni Maronsson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Sigurjón Rúnar Rafnsson og Ingileif Oddsdóttir.

Endurskoðunarnefnd skipa Theódór Ingi Pálmason (formaður), Herdís Á. Sæmundardóttir og Ingileif Oddsdóttir.

Sjálfbærni

FISK-Seafood hefur birt sjálfbærniskýrslu frá árinu 2021. Við leggjum upp með að stunda ábyrgar fiskveiðar og skila frá okkur gæðavöru án þess að skaða umhverfið eða samfélagið. 

Grundvallarstoðir sjálfbærninnar eru þrjár: Náttúra, samfélag og efnahagur. FISK-Seafood hefur um árabil grundvallað alla sína starfssemi á þrennu: að vera traustur vinnuveitandi, góður nágranni nærsamfélagsins og nærgætinn notandi sjávarauðlindarinnar. Við höfum lagt mikinn metnað í að styðja við samfélagið, þar má nefna stuðning til íþróttastarfs og björgunarsveita. Við stöndum fyrir umhverfisdegi þar sem samfélagið allt tekur þátt í að hreinsa nærumhverfi sitt og við fögnum sjómannadeginum með hátíð á bryggjunni ár hvert. Einnig styrkjum við skólastarf á öllum stigum. Án lifandi samfélags sem vex og dafnar í góðu jafnvægi væri rekstur FISK-Seafood aldrei mögulegur. Þess vegna leggjum við okkar af mörkum og þannig endurspeglast viðhorf FISK-Seafood í grundvallarstoðum sjálfbærninnar.

Stefnur, áætlanir og reglur

öryggisstefna

Öryggismarkmið FISK-Seafood eru sett fram til að skipuleggja, stjórna og mæla árangur á þeim þáttum sem hafa áhrif á öryggi og velferð starfsmanna.

starfsmannastefna og jafnréttisáætlun

Starfsmannastefna FISK-Seafood gengur út frá þeirri vissu að árangur í rekstri fyrirtækisins byggist öðru fremur á þekkingu og metnaði starfsfólks.

Persónuvernd

FISK-Seafood stuðlar að ábyrgri meðferð persónuupplýsinga, hvort sem það eru upplýsingar um starfsmenn eða viðskiptavini.

Gæða- og matvælaöryggi

Gæða- og matvælaöryggisstefna er sett svo að tryggja megi að framleiðslan sé örugg, samkvæmt umsömdum gæðum og að hún uppfylli ávallt væntingar viðskiptavina.

Sjálfbærnistefna

FISK-Seafood leitast við að starfa í sátt við umhverfi og samfélag. Meðal annars með því að draga úr kolefnisspori samstæðunnar með kolefnishlutleysi að markmiði. Móðurfélag FISK, Kaupfélag Skagfirðinga, hefur sett fram sjálfbærnistefnu fyrir samstæðuna í heild.

Upplýsingastefna

FISK-Seafood leggur áherslu á að miðla traustum, skýrum og áreiðanlegum upplýsingum um málefni er tengjast útgerð, vinnslu og sölu afurða.

Siðareglur

FISK-Seafood leggur áherslu á heiðarleika í viðskiptum. Við sýnum jákvæðni í verki og tali og við tökum ábyrgð á ákvörðunum okkar og virðum skoðanir annarra.

Heilbrigði og öryggi á vinnustað

FISK-Seafood vill stuðla að góðum samskiptum og starfsanda á vinnustað. Brugðist er við ábendingum um einelti, áreitni, áreiti eða ofbeldi eins fljótt og kostur er.