Tilgangur

Tilgangur umhverfisstefnu er að leitast við að starfa í sátt við samfélag og umhverfi meðal annars með því að draga úr kolefnisspori rekstrarins og viðriskeðju fyrirtækisins með markvissum ákvörðunum og aðgerðum með kolefnishlutleysi að markmiði. Umhverfisstefna og framkvæmd hennar á að vera liður í daglegu starfi fyrirtækisins.

 

Umfang og ábyrgð

Umhverfisstefnan á við um alla starfssemi FISK Seafood og undir hana falla innkaup, vinnuumhverfi, notkun auðlinda auk meðferðar efna og úrgangs. Félagið vinnur samkvæmt samræmdu starfsleyfisskilyrði vegna megunarvarna sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum. Sjá einnig auglýsingu nr. 582/2000 um lista yfir mengandi starfsemi þar sem ekki er krafist ítarlegrar starfsleyfisgerðar. Yfirmenn deilda bera ábyrgð á því að stefnunni sem framfylgt.

 

Markmið

Stjórnun umhverfismála

FISK Seafood starfar samkvæmt lögum og reglum sem gilda um umhverfismál á Íslandi og leita stöðugt leiða til að spara orku, draga úr losun úrgangs og notkun jarðefnaeldsneytis.
Við vinnum að framþróun umhverfissmála með stöðugri vöktun og stýringu þeirra þátta sem valda neikvæðu umhverfisáhrifum.
Við uppfyllum kröfur um sjálfbærniskýrslu þar sem fjallað er um umhverfisáhrif félagsins.

 

Orka og auðlindir

Við leggjum áherslu á notkun sjálfbærrar orku þar sem kostur er, auk þess sem við nýtum auðlindir okkar í samræmi við lög og reglugerðir.
Við skiptum út kælimiðlum fyrir umhverfisvænni miðla þegar kostur gefst.

 

Sorp og úrgangsefni

Í starfsemi félagsins er leitast við að lágmarka magn sorps og úrgangs eins og kostur er. Við flokkum, losum og eyðum sorpi og úrgangsefnum í samstarfi við viðurkennda aðila og leggjum áherslu á að endurnýta og endurvinna það er mögulegt er.
Varðandi sorplosun á sjó er farið eftir Marpol samningi V viðauka auk þess sem veiðafæri eru send til endurvinnslu.
Öll veiðafæri félagsins er merkt og ef þau tapast er allt gert til að endurheimta þau úr hafi, ef það tekst ekki er það tilkynnt til yfirvalda.

 

Vinnusvæði

Vinnusvæði eiga að vera til fyrirmyndar, örugg og snyrtileg.

 

Hvetjandi

Við sýnum fordæmi með því að efla umhverfisvitund starfsmanna og einstaklinga í nærsamfélaginu. Við hvetjum einstaklinga og fyrirtæki til umhverfisvitundar með árlegum umhverfisdegi félagsins.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter