„Á Straumnesbanka í góðri veiði“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 119 tonn. Heimasíðan sló á þráðinn til Ágústs Ómarssonar skipstjóra.

„Við vorum tæpa þrjá sólarhringa á veiðum á Vestfjarðarmiðum. Við enduðum á Straumnesbanka í góðri veiði, mest af þorsk. Veðrið hefur verið mestmegnis ágætt í túrnum. Áhöfnin óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar sjómannadagshelgar.“

 

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter