Arnar HU1 landaði á Sauðárkróki
Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar í byrjun september.
Heildarmagn afla um borð er um 571 tonn af fiski upp úr sjó, af því voru um 240 tonn af ýsu, 101 tonn af þorski, 117 tonn af gullkarfa og 93 tonn af ufsa. Minna í öðrum tegundum.
Heildarverðmæti afla er um 225 milljónir.