“Algjört blíðu veður”

Málmey

Málmey SK1 landar á Sauðárkróki í dag, heildarmagn afla um borð er 142 tonn Heimasíðan náði tali af Þórarni Hlöðverssyni skipstjóra „Við vorum fimm sólarhringa á veiðum, í þokkalegri en þó kraftlausri veiði. Uppistaða aflans er þorskur og ufsi. Við vorum mest megnis á veiðum á Halasvæðinu en enduðum svo túrinn í Skagafjarðardýpi. Það var […]

Farsæll SH30 landar í Grundarfirði.

Farsæll SH30 landar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð er 78 tonn, uppistaða aflans er þorskur. Farsæll var meðal annars á veiðum NV af Bjargi og við Agata.

Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð er 95 tonn, uppistaða aflans er þorskur. Sigurborgin var á veiðum við Látragrunn.

“Veiðin var fín”

Drangey

Drangey SK2 landar í heimahöfn á Sauðárkróki í dag. Heildarmagn afla um borð er 213 tonn, uppistaða aflans er þorskur. Heimasíðan náði tali af Bárði Eyþórssyni skipstjóra sem segir veiðiferðina hafa byrjað á Sléttugrunni þar sem fín veiði hafi verið framan af. Þaðan var farið norður fyrir Kolbeinsey þar sem fiskaðist vel bæði í þorski […]

Afhending áhorfendastúku á Sauðárkróksvelli

    Ávarp Björns Jónassonar sem flutt var við afhendingu stúkunnar. „Ágætu knattspyrnukonur, Skagfirðingar og aðrir gestir. Stúkan sem við vígjum í dag er gjöf frá FISK Seafood og starfsfólki félagsins. Það er væntanlega af því að ég hef verið til sjós hér í Skagafirði nánast frá því ég man eftir mér sem mér var […]

Málmey SK1 landar á Sauðárkróki.

Málmey SK1 landar á Sauðárkróki í dag úr fyrstu veiðiferð eftir sumarstopp. Heildarmagn afla um borð var 177 tonn, uppistaða aflans var þorskur og karfi. Málmey var m.a á veiðum á kantinum vestan við halann og í Nesdýpi.

Sigurborg SH12 landaði í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði til löndunar úr fyrstu veiðiferð eftir sumarstopp. Heildarafli var 90 tonn, uppistaða aflans var þorskur. Sigurborg var m.a á veiðum við Látragrunn

Farsæll SH30 landaði í Grundarfirði

Farsæll SH30 landaði í Grundarfirði úr fyrstu veiðiferð eftir sumarstopp. Heildarafli var 71 tonn, uppistaða aflans var þroskur. Farsæll var á veiðum NV af Bjargi.

Drangey SK2 landaði á Sauðárkróki

Drangey SK2 landaði í gær úr fyrstu veiðiferðinni eftir sumarstopp. Heildarafli var 71 tonn, uppistaða aflans var þorskur. Drangey var á veiðum við Straumnesbanka

Arnar HU1 heim úr Barentshafi

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki eftir veiðiferð í Barentshaf. Aflinn um borð samsvarar um 945 tonnum upp úr sjó, þar af um 823 tonnum af þorski. Aflaverðmæti er um 315 milljónir. Heimasíðan hafði samband við Guðjón Guðjónsson skipstjóra og spurði hann um túrinn. „Haldið var til veiða 8. júní og höfum við […]