Málmey SK1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK1 landar á Sauðárkróki í dag afla úr síðustu veiðiferð fyrir sumarstopp. Heildarafli 178 tonn mest ýsa og þorskur sem fengust á Barðagrunni og Halanum.
Drangey SK2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK2 landar á Sauðárkróki í dag rúmlega 200 tonnum. Meirihluti aflans er ýsa eða 80 tonn og 65 tonn af þorski. Aflinn fékkst á Deildagrunni og Halanum. Drangey SK2 stoppar nú í höfn fram yfir sumarfrí.
Farsæll SH30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH30 landar í Grundarfirði í dag í síðasta skipti fyrir sumarstopp. Heildar afli eru 66 tonn þar af ýsa 37 tonn
Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 landar í dag í Grundarfirði síðustu löndun fyrir sumarstopp. Heildar aflamagn er 60 tonn sem skiptist í ýsu, þorsk, karfa og ufsa
Málmey SK1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK1 landaði í morgun tæpum 160 tonnum á Sauðárkróki. Skipting aflans var þannig að 49 tonn voru bæði af þorski og ufsa, 37 tonn ýsa og 10 tonn karfi, aflinn fékkst á Nesdýpishrygg og Halanum
Drangey SK2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK2 landaði í morgun á Sauðárkróki. Heildarafli var 164 tonn þar af þorskur 71 tonn og ýsa 58 tonn. Veiðisvæðin voru Nesdýpi, Halinn og Reykjafjarðaráll
Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom í höfn í gær sunnudag í Grundarfirði. Heildarafli var 74 tonn mest ýsa og þorskur. Veiðisvæðið var ma. Grunnhali og við Nes
Farsæll SH30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði í gær sunnudag. Heildarmagn afla um borð var 164 tonn þar af þorskur 71 tonn og ýsa 58 tonn. Aflinn fékkst aðallega á Nesdýpi og Halanum
Málmey SK1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki eftir stuttan túr. Heildarmagn afla um borð var um 80 tonn, þar af voru 55 tonn af þorski. Málmey var meðal annars á veiðum í Halanum og Reykjafjarðaráli.
„Fín veiði og mjög gott veður“

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 170 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Bárð Eyþórsson skipstjóra og spurði um túrinn. „Við vorum um þrjá sólarhringa að veiðum, vorum á Halanum, Þverálshorni og Reykjafjarðarál. Það var fín veiði og mjög gott veður. Áhöfnin sendir sínar […]