„Blíða fyrstu dagana“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 160 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding Hákonarson stýrimann og spurði um túrinn.

„Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum og við vorum nánast allan tímann á Sléttugrunni með smá viðkomu á Rifsbanka. Veiðarnar gengu ágætlega, góð veiði á Sléttugrunni. Það var blíða fyrstu dagana en á laugardagskvöldið gekk yfir austlægur 20-30 m/s hvassur vindur og varði alveg þar til við hættum veiðum á sunnudagskvöld,“ sagði Andri.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter