Drangey SK2 með fullfermi.

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK 2 kom til hafnar á Sauðárkróki með fullfermi eða um 217 tonn. Þar af voru um 130 tonn af þorski, 47 tonn af ufsa, 20 tonn af karfa og 12 tonn af ýsu. Minna í öðrum tegundum. Drangey var meðal annars á veiðum við Digranesflak, Gerpisflak og Máneyjarhrygg. Skv. upplýsingum frá Andra Má Welding stýrimanni hafa veiðarnar heilt yfir gengið mjög vel, meðalvigt á þorskinum var um 3,0 kg og veðrið hefur verið ágætt.

Áætlað er að Drangey haldi aftur á miðin að löndun lokinni.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter