„Erfitt að ná í ufsann“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð er 156 tonn, uppistaða aflans er þorskur.

Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra  og spurði um túrinn.

„Við vorum sex daga á veiðum. Við höfum mest verið á Grunnslóðinni út fyrir Vestfjörðum, einnig á Halanum og Þverálshorni. Þetta hefur nuddast ágætlega og aflinn blandaður. Erfitt var að ná í ufsann vegna mikils þorsks á svæðinu. Veðrið hefur verið fremur leiðinlegt mest allan túrinn,“ sagði Ágúst.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter