„Fengum fína veiði á Rifsbanka“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 80 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur og ýsa en smávegis var af karfa. Rætt var við Bárð Eyþórsson skipstjóra „Við héldum til veiða á miðvikudaginn en urðum að hætta veiðum á sunnudagskvöldið vegna bilana um borð. Við vorum á veiðum m.a á Rifsbanka, Sléttugrunni og á Halanum. Fengum fína veiði á Rifsbanka en frekar rólegt annarsstaðar. Veðrið var oftast nær yfir 20 metrum og töluverður sjór“ segir Bárður.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter